Senda svörtu kassana til Englands

Björgunarskip hífir upp hluta þyrlunnar.
Björgunarskip hífir upp hluta þyrlunnar. AFP

Björgunarmenn hófu nú í kvöld störf við að ná flaki þyrlunnar sem hrapaði í Noregi í dag, upp úr hafinu við Turey í Hordalandi. Samkvæmt NRK var aftari hluti þyrlunnar hífður upp úr sjónum um klukkan átta að staðartíma en sá lá á sex til sjö metra dýpi.

Svörtu kassar þyrlunnar fundust fyrr í kvöld. Þeir verða sendir til Englands þar sem þeir verða þurrkaðir og svo lesið af þeim strax á laugardagsmorgun.

Þyrluspaðarnir fundust á landi, 200 til 300 metra frá staðnum …
Þyrluspaðarnir fundust á landi, 200 til 300 metra frá staðnum þar sem þyrlan fannst. TORSTEIN BOE

13 létust þegar þyrlan hrapaði í morgun. Að sögn sjónarvotta virtust þyrluspaðarnir hafa losnað af með þeim afleiðingum að þyrlan hrapaði, úr 640 metra hæð, á lítinn hólma í hafinu og sprakk með miklum hvelli. 11 lík fundust, öll á þurru landi, en tveggja er enn leitað. Engar líkur þykja á að finna þá á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert