Kona tilnefnd sem rektor herskólans

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt til að kona verði í fyrsta sinn rektor herskóla Bandaríkjanna sem gjarnan er nefndur West Point. Herskólinn hefur starfað í 216 ár en kona hefur aldrei stýrt skólanum.

Fram kemur í frétt AFP að Obama hafi tilnefnt Cindy Jebb ofursta sem starfar nú sem forseti félagsvísindadeildar herskólans. Tilnefningin þarf samþykki öldungadeildar Bandaríkjaþings. Verði tilnefning Jebbs samþykkt verður hún jafnframt gerð að hershöfðingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert