Ætlaði að sprengja upp bænahús

Medina var búin að vera undir eftirliti bandarísku alríkislögregunnar (FBI) …
Medina var búin að vera undir eftirliti bandarísku alríkislögregunnar (FBI) frá því að hann lét í ljós hatur í garð gyðinga við uppljóstrara FBI, sem var í dulargervi. Jared Wickerham

Karlmaður var handtekinn á Flórída og kærður fyrir að ætla að sprengja upp bænahús gyðinga í bænum Aventura í nágrenni Miami á Flórída, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.

James Gonzalo Medina var kærður fyrir að hafa ætlað að nota gjöreyðingarvopn á bænahús í Aventura, en Medina var búin að vera undir eftirliti bandarísku alríkislögregunnar (FBI) frá því að hann lét í ljós hatur í garð gyðinga við uppljóstrara FBI, sem var í dulargervi.  

Samkvæmt ákærunni þá tók Medina íslamstrú fyrir um fjórum árum og lagði á ráðin um að tilræðið yrði eignað Ríki íslams.  

Medina kynnti sér bænahúsið vandlega og fékk að því loknu afhent, frá lögreglumanni í dulargervi, það sem hann taldi vera sprengju. Hann var handtekinn á föstudag á leið sinni að bænahúsin.  

Þan 1. apríl sagði Medina við lögreglumanninn að Yom Kippur, ein aðal trúarhátíð Gyðinga væri „góður dagur til að fara og sprengja þá“, að því er segir í ákæruskjalinu.   

Medina tók einnig upp kveðjumyndband þar sem hann var með hótanir og kvaddi fjöldkyldu sína.

„Ég er múslimi og ég er ekki sáttu við það sem er að gerast í þessum heimi. Ég ætla að sjá um hlutina hér í Bandaríkjunum. Aventura, þið skulið var ykkur, Ríki íslams er mætt á svæðið,“ sagði Medina í myndbandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert