Dulin skilaboð á Blackstar Bowie

Upptökustjóri Bowie staðfesti að hann hefði meðvitað gert plötuna sem …
Upptökustjóri Bowie staðfesti að hann hefði meðvitað gert plötuna sem kveðjugöf til aðdáenda sinna.

Dulin skilaboð er að finna á síðustu plötu Davids Bowie, Blackstar, sem kom út aðeins tveimur dögum fyrir andlát hans og eru þau kveðjugjöf söngvarans til aðdáenda sinna.

Framhliðin á hulstrinu utan um vínylútgáfuna af Blackstar sýnir svarta stjörnu, sem breytist yfir í sólkerfi fullt af tindrandi stjörnum ef sólin, eða einhver annar ljósgjafi, er látin skína á hana að því er greint er frá á fréttavef Daily Telegraph. Þegar hulstrið er síðan fjarlægt úr birtunni þá dofna stjörnurnar á ný.  

Framhliðin á hulstrinu utan um vínylútgáfuna af Blackstar sýnir svarta …
Framhliðin á hulstrinu utan um vínylútgáfuna af Blackstar sýnir svarta stjörnu, sem að breytist yfir í sólkerfi fullt af tindrandi stjörnum ef að sól skína á hana.

Blackstar, sem var 25 hljóðversplata Bowie og kom út á 69 ára afmæli hans, er fyrsta plata söngvarans sem ekki skartar mynd af honum á framhliðinni.  

Það var einn af aðdáendum Bowie sem fyrst uppgötvaði stjörnurnar og birti mynd af uppgötvun sinni á vefsíðunni  imgur.

Misskilningur varðandi einfaldleikann

Hönnuður plötuhulstursins, Jonathan Barnbrook, ræddi útlit þess í nýlegu viðtali við hönnunartímaritið Dezeen.

„Það hefur dregið svolítið úr þessu núna, en fyrst þegar platan kom á markað þá voru margir sem sögðu að þetta væri algjört kjaftæði og hefði tekið fimm mínútur að hanna,“ sagði Barnbrook. „En ég held að það sé viss misskilningur í gangi varðandi einfaldleikann.“

Duncan Jones, sonur Bowie, deildi viðbrögðum sínum við fundinum í Twitter skilaboðum. „Ennþá kemurðu okkur á óvart. Svo sniðugur. Svo sárt saknað,“ sagði í skilaboðunum.

Tony Visconti, upptökustjóri Bowie til margra ára, staðfesti að Bowie hefði meðvitað gert plötuna sem kveðjugjöf til aðdáenda sinna.

„Dauði hans var ekki svo ólíkur lífi hans – listaverk. Hann gerði Blackstar fyrir okkur, sem kveðjugjöf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert