Þjóðarflokkurinn tapar meirihluta

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar.
Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar. AFP

Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram í Skotlandi í gær en er eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi. Hann þarf líklega að reiða sig á stuðning minni flokka eins og Græningja til þess að mynda nýjan meirihluta.

Flokkur Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, náði 63 af 129 þingsætum í kosningunum en hann hafði 69 sæti og hreinan meirihluta á skoska þinginu fyrir þær.

Íhaldsflokkurinn, sem löngum hefur verið óvinsæll í Skotlandi, bætti við sig þingmönnum og hafa nú 31 þingsæti. Verkamannaflokkurinn missti hins vegar fylgi og hefur nú 24 þingmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert