Trump fundaði með Kissinger

Frambjóðandinn Donald Trump.
Frambjóðandinn Donald Trump. AFP

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hitti fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, í New York í dag.

Bílalest Trump ók að íbúðablokk í Manhattan þar sem fundurinn fór fram.

Kissinger, sem er 92 ára, var maðurinn á bak við utanríkisstefnu Bandaríkjamanna eftir síðari heimsstyrjöldina.

Í viðtali í desember síðastliðnum sagði Kissinger í samtali við Fox Business að Trump ætti ekki að halda þeirri hugmynd sinni til streitu að banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Einnig sagðist hann hafa meira álit á öðrum frambjóðanda repúblikana.

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Þrátt fyrir háan aldur hefur Kissinger verið áhrifamikill í samtímastjórnmálum. Hann hefur ekki bara haft áhrif á repúblikana heldur einnig Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Hún hefur sagt hann vin sinn og ráðgjafa.

Í síðustu viku hitti Trump James Baker, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórnartíð George Bush eldri. Baker hefur einnig gagnrýnt Trump opinberlega fyrir tillögur sínar í utanríkismálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert