Vilja ekki þjóðaratkvæði um sjálfstæði

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, vill sjálfstætt Skotland.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, vill sjálfstætt Skotland. AFP

Tæpur helmingur Skota vill ekki nýtt þjóðaratkvæði um veru Skotlands í breska konungdæminu komi til þess að samþykkt verði í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland segi skilið við Evrópusambandið ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ICM.

Fram kemur á fréttavef dagblaðsins The Scotsman að 48% séu þessarar skoðunar en nokkru færri, eða 44%, vilji þjóðaratkvæði um sjálfstæði frá Bretlandi við þær aðstæður. Því var hafnað að Skotland yrði sjálfstætt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 2013.

Miklar umræður hafa verið um það í Bretlandi að Skotar gætu sagt skilið við breska konungdæmið ef niðurstaða þjóðaratkvæðisins í sumar verður á þá leið að Bretland yfirgefi Evrópusambandið en meirihluti Skota er hlynntur áframhaldandi veru í sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert