Vilja svipta vígamenn ríkisfangi

AFP

Neðri deild hollenska þingsins samþykkti í dag að hollenskir ríkisborgarar með tvöfalt ríkisfang skuli sviptir hollenskum ríkisborgararétti gangi þeir til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Ríki íslams. Samþykktin kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Frakklandi og Belgíu.

Fram kemur í frétt AFP að ekki sé nauðsynlegt samkvæmt lögunum sem þingið samþykkti að umræddir einstaklingar hafi verið sakfelldir fyrir glæp heldur sé nóg að talið sé að þeir hafi gengið til liðs við hópa eins og Ríki íslams eða al-Kaída.

Vísað er í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Hollands þar sem segir að vígamenn sem snúi aftur til Hollands ógni öryggi landsins. Því geti dómsmálaráðherra ákveðið að svipta einstakling ríkisfangi ef hann er talinn hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtök jafnvel þótt hann hafi ekki verið sakfelldur fyrir slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert