Fundu sundurlimuð lík í leigubíl

Wikipedia

Lík sex karlmanna fundust nýverið í yfirgefnum leigubíl í vesturhluta Mexíkó. Þrjú þeirra voru án höfuðs og hin sundurlimuð. Ekki liggur fyrir hverjir voru að verki eða af hverjum líkin eru samkvæmt frétt AFP. Málið er í rannsókn lögreglu.

Vitað er að leigubíllinn var í fylgd annarrar bifreiðar en lögreglan veitti bifreiðunum athygli þegar þær komu til bæjarins La Barca. Þegar þeir sem í bifreiðunum voru urðu þess varir að fylgst væri með þeim var leigubílnum ekið ofan í skurð í bænum Venustiano Carranza og flúið á hinni bifreiðinni til bæjarins Ibarra og loks aftur til La Barca.

Svæðið er þekkt fyrir framleiðslu fíkniefna sem síðan er smyglað til Bandaríkjanna. Morð og önnur ofbeldisverk eru algeng þar í átökum glæpahópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert