Brakið líklega úr MH370

Lögreglumenn flytja brakið sem er talið vera úr farþegaþotunni MH370.
Lögreglumenn flytja brakið sem er talið vera úr farþegaþotunni MH370. AFP

Sérfræðingar sem hafa leitað að braki úr farþegaþotu Malaysia Airlines MH370, sem hvarf sporlaust í mars 2014, telja líklegt að hlutur sem fannst við strendur Mósambík sé úr braki vélarinnar.

Luca Kuhn von Burgsdorff hafði samband við breska ríkisútvarpið á fimmtudag og sagðist hafa fundið hlutinn á Macaneta-skaganum í Mósambík. Yfirvöldum í Ástralíu hefur verið gert viðvart. Ástralskir rannsakendur munu nú skoða hlutinn gaumgæfilega.

Sérfræðingar segja að hluturinn sé á svipuðum slóðum og aðrir hlutar, sem taldir eru vera úr MH370, hafa fundist. Þá eru hlutarnir allir mjög líkir og eiginleikar þeirra álíka.

Burgsdorff tók tvær ljósmyndir af hlutnum 22. maí og sendi breska ríkisútvarpinu. Stutt er síðan tveir hlutar úr brakinu fundust á strödnum Máritíusar og Suður-Afríku. 

Vél­in hvarf spor­laust í mars 2014 en hún átti að vera á leið frá Kuala Lump­ur til Pek­ing. 239 manns voru um borð þegar að hún hvarf. Talið er að hún hafi brot­lent í Ind­lands­hafi en þrjú skip hafa leitað þot­unn­ar á 120 þúsunda fer­kíló­metra svæði en án ár­ang­urs.

Alls hafa fimm hlut­ar fund­ist sem tald­ir eru úr MH370. Hluti úr væng fannst í júlí 2015 og fékkst það staðfest í sept­em­ber að hann væri úr þot­unni. Hluti úr stéli vél­ar­inn­ar fannst síðan í Mósam­bík í des­em­ber ásamt öðrum hluta í fe­brú­ar. Hluti úr vél­inni fannst í mars í Suður-Afr­íku og hluti úr hurð fannst í Má­ritíus í mars.

Hlut­arn­ir fund­ust all­ir mörg þúsund kíló­metr­um frá fyrr­nefndu leit­ar­svæði en inn­an þess svæðis sem talið er að straum­ar gætu borið brak úr vél­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert