Talið að allt að 700 hafi farist

AFP

Óttast er að allt að 700 flóttamenn og förufólk hafi drukknað út af strönd Líbíu í vikunni þegar bátar sem fólkið var farþegar í fórust. Þetta kemur fram í frétt AFP og vitnað í upplýsingar frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.

„Mikil ringulreið ríkir. Við vitum ekki fyrir víst hversu margir fórust en við óttumst að allt að 700 manns hafi drukknað þegar þrír bátar fórust í vikunni,“ er haft eftir talsmanni Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Federico Fossi. Talið er að þar af hafi um 500 manns farist með einum af bátunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert