Skaut mann til bana og svipti sig lífi

Fjölmennt lið lögreglu var kallað á vettvang.
Fjölmennt lið lögreglu var kallað á vettvang. AFP

Hættuástandi hefur verið aflýst í Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Tveir menn fundust látnir við verkfræðiálmu skólans og telst málið upplýst, að sögn lögreglu. Annar maðurinn skaut hinn til bana áður en hann svipti sig lífi.

Lögregla var með mikinn viðbúnað á háskólasvæðinu eftir að tilkynning barst um skotárás síðdegis í dag. Allt að hundrað lögregluþjónar leituðu að byssumanni um allan skólann, en leitinni hefur nú verið hætt.

Mennirnir fundust í lítilli skrifstofu í verkfræðiálmunni. Ekki hafa verið borin kennsl á þá. 

Þá fannst byssa á vettvangi, að sögn Charlie Beck, lögreglustjórans í Los Angeles.

„Manndráp og sjálfsmorð átti sér stað,“ sagði hann. Engin hætta væri á ferðum.

Kali­forn­íu­há­skóli í Los Ang­eles er rann­sókn­ar­há­skóli og einn þeirra tíu há­skóla sem mynda Kali­forn­íu­há­skóla. Hann var stofnaður árið 1919. Við skól­ann kenna um fjög­ur þúsund há­skóla­kenn­ar­ar en þar stunda um fjöru­tíu þúsund nem­end­ur nám.

Frétt BBC

Frétt mbl.is: Skotárás í skóla í Los Angeles

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert