Vaxandi vilji til að yfirgefa ESB

mbl.is/Hjörtur

Vaxandi stuðningur virðist vera við það á meðal breskra kjósenda að segja skilið við Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum tveggja nýrra skoðanakannana, en þjóðaratkvæði fer fram í Bretlandi um áframhaldandi veru landsins í sambandinu 23. júní.

Fram kemur á frétt breska dagblaðsins Guardian að tvær skoðanakannanir sem fyrirtækið ICM gerði fyrir blaðið sýni meirihluta fyrir því að yfirgefa Evrópusambandsins. Önnur þeirra var gerð á netinu en hin í gegnum síma. Til þessa hafa netkannanir bent til þess að mjótt væri á mununum en símakannanir sýnt meirihluta fyrir því að vera áfram innan Evrópusambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem símakönnun sýnir meirihluta fyrir úrsögn úr sambandinu.

Samanlagt sýna kannanirnar tvær að 52% eru hlynnt úrsögn úr Evrópusambandinu en 48% hlynnt áframhaldandi veru innan þess. Önnur skoðanakönnun, sem gerð var af fyrirtækinu ORB símleiðis, bendir til þess að forskot þeirra sem vilja vera áfram innan sambandsins hafi minnkað mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert