Ekki önnur atkvæðagreiðsla

Bretar kusu um að yfirgefa ESB í síðustu viku.
Bretar kusu um að yfirgefa ESB í síðustu viku. AFP

Litlar líkur eru á því að önnur atkvæðagreiðsla fari fram um veru Bretlands í Evrópusambandinu Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Ummæli hans koma í kjölfar þess að helstu talsmenn fyrir útgöngu landsins úr sambandinu hafa talað fyrir því að fara hægt í sakirnar og gefa sér tíma til að senda formlegt úrsagnarbréf til Evrópusambandsins. Sagt er frá þessu á vef Independent.

Í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar sem fóru fram í síðustu viku var meðal annars rætt um að ef þeir sem vildu fara út hefðu sigur þá ætti að virkja svokallaða grein 50 í sáttmála Evrópusambandsins strax með að senda úrsagnarbréf. Þegar slíkt bréf hefur verið sent hefjast viðræður milli sambandsins og aðildarríkisins sem geta tekið tvö ár.

Talsmenn útgöngu í Bretlandi hafa aftur á móti síðustu daga talað fyrir því að ekki liggi neitt á og að fólk þurfi að fá að „fara í sumarfrí“ fyrst. Fyrir þessu hafa bæði Cameron og andstæðingar veru Bretlands í sambandinu talað.  Sagði yfirmaður andstæðinganna, Matthew Elliott, í samtali við breska blaðið Independent að forsætisráðherrann ætti að leyfa rykinu að setjast og eiga í óformlegum samskiptum við sambandið þangað til í september/október og byrja þá formlegar viðræður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert