Skaut son sinn á skotsvæði

Maðurinn var á skotsvæði og var að æfa sig með …
Maðurinn var á skotsvæði og var að æfa sig með skammbyssu þegar slysið varð. Wikipedia/Joshuashearn

Faðir skaut óvart 14 ára son sinn til bana á skotsvæði í Flórída í Bandaríkjunum. Maðurinn, sem heitir William Brumby, var að skjóta af skammbyssu þegar tómt skothylki sem skaust úr byssunni endurkastaðist af vegg og lenti inni á bakinu á Brumby. Reyndi hann að ná hylkinu í burtu með hægri hendinni, en hann hélt einmitt á byssunni í þeirri hendi.

Í þessari tilraun sinni skaut hann óvart af byssunni þegar hún sneri beint að syni hans sem var fyrir aftan hann. Var strákurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést.

Lögregla rannsakar nú málið en engar ákærur hafa verið lagðar fram gegn Brumby. Auk sonarins voru 12 ára dóttir og 24 ára sonur Brumby með á skotsvæðinu.

Skotvopn urðu 13.286 manns að bana í Bandaríkjunum á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka