6,3 stiga skjálfti í Ekvador

Gríðarleg eyðilegging varð eftir jarðskjálftann í Ekvador í apríl.
Gríðarleg eyðilegging varð eftir jarðskjálftann í Ekvador í apríl. AFP

Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig varð í norðurhluta Ekvador í gærkvöldi. Skjálftinn varð á sama svæði og sá sem varð í apríl og skildi eftir sig mikla eyðileggingu og mannfall.

Upptök skjálftans nú voru 42 kílómetra suður af borginni Propicia sem er í nágrenni strandbæjarins Esmeraldas sem varð mjög illa úti í skjálftanum í apríl.

Skjálftinn varð kl. 21.11 að staðartíma, 2.11 í nótt að íslenskum tíma. Skömmu áður hafði minni skjálfti mælst á svæðinu sem þótti vísbending um að von væri á stærri skjálfta. 

Skjálftinn sem varð í apríl var 7,8 stig. Að minnsta kosti 673 létust og yfir 6.000 slösuðust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert