Offita dregur úr lífslíkum um 1-10 ár

Aukakílóin geta verið dýrkeypt.
Aukakílóin geta verið dýrkeypt. AFP

Þeir sem glíma við offitu draga úr lífslíkum sínum um eitt til tíu ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum stórrar rannsóknar sem voru birtar í læknatímaritinu The Lancet.

Þar eru þær rannsóknir dregnar í efa sem hafa gefið í skyn að það skipti litlu sem engu máli að vera nokkrum kílóum of þungur.

Rannsóknin sýndi fram á sannanir þess efnis að líkurnar á að deyja áður en menn ná sjötugsaldri aukast jafnt og þétt með stækkandi mittismáli.

„Þessi rannsókn sýnir fram á að offita tengist hættunni á ótímabærum dauða,“ sagði Emanuele Di Angelantonio við háskólann í Cambridge.

Í rannsókninni var notast við gögn frá fjórum milljónum fullorðinna einstaklinga frá fjórum mismunandi heimsálfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert