Þrjú þúsund drukknað í Miðjarðarhafi

Flóttamenn flýja til Evrópu.
Flóttamenn flýja til Evrópu. AFP

Tæplega þrjú þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafinu, á leið sinni til Evrópu, það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflóttamannastofnuninni.

Þá hafa næstum því 250 þúsund flóttamenn komist til Evrópu á árinu.

Joel Millmann, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að alls hefðu 2.977 flóttamenn látið lífið á Miðjarðarhafi á þessu ári, eftir því sem stofnunin kæmist næst. Það væri töluvert meiri fjöldi heldur en á síðustu árum. Fjöldi látinna hafi ekki komist upp í þrjú þúsund fyrr en í septembermánuði árið 2014 og október ári síðar.

Hann bætti við að frá því í mars hefðu að meðaltali um tuttugu flóttamenn drukknað í Miðjarðarhafinu á hverjum degi. Flestir þeirra hefðu verið á leið frá Líbýu til Ítalíu. Flóttamennirnir eru flestir af afrískum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert