Hefði frekar valið Elizabeth Warren

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forkosningum demókrata, sagðist í morgun frekar hafa viljað að Clinton veldi Elizabeth Warren sem varaforsetaefni sitt, en ekki Tim Kaine.

„Ég hef þekkt Tim Kaine í nokkur ár. Hann er mjög gáfaður maður. Hann er mjög góður maður,“ sagði hann í samtali við NBC.

„Hann er íhaldssamari en ég. Hefði ég frekar viljað sjá Clinton velja einhvern eins og Elizabeth Warren? Já, það hefði ég,“ bætti hann.

Warren, líkt og Sanders, höfðar til vinstrisinnaðra demókrata og er Kaine ólíklegur til þess að höfða til stuðningsmanna Sanders.

Til að mynda hefur Kaine stutt fríverslunarsamning á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem Sanders hefur talað mikið gegn.

Kaine er öld­unga­deild­arþingmaður fyr­ir Virg­in­íu en var áður rík­is­stjóri þar og þar áður borg­ar­stjóri Richmond, höfuðborg­ar rík­is­ins.

Ekki var talið líklegt að Clinton veldi Warren, en samband þeirra þykir heldur stirt. Áður en Warren lýsti yfir stuðningi við Clinton hafði hún gagnrýnt hana harðlega fyrir tengsl sín við Wall Street og fjármálageirann.

Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren.
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert