1.509 börn létu lífið

Sjálfboðaliðar bera lík fórnarlamba árásarinnar í Kabúl um helgina.
Sjálfboðaliðar bera lík fórnarlamba árásarinnar í Kabúl um helgina. AFP

1.601 almennur borgari lét lífið í árásum í Afganistan fyrstu sex mánuði ársins og er það aukning um 4% milli ára. 3.565 særðust. Aldrei hafa verið tilkynnt fleiri dauðsföll almennra borgara í landinu síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að skrá þau árið 2009.

Af þeim látnu eru 1.509 börn, sem Sameinuðu þjóðirnar segja bæði „ógnvænlegt“ og „skammarlegt“.

Tölurnar sýna mikið óöryggi í Afganistan og má tengja það að miklu leyti við aukna starfsemi talibana í landinu. Þá hefur Ríki íslams reynt að ná völdum í austurhluta landsins.

„Allir þessir sem létu lífið voru drepnir við bænir, vinnu, nám, að sækja vatn og á sjúkrahúsum. Hver einn og einasti almenni borgari sem lét lífið sýnir skort á skuldbindingu og ætti að hvetja þá sem standa að deilum í landinu til þess að taka mikilvæg skref í að minnka þjáningar almennra borgara,“ sagði Tadamichi Yamamoto, sviðsstjóri hjá Sameinuðu þjóðunum.

Skýrslan var birt eftir að 80 létu lífið í árás í Kabúl um helgina en Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert