Handteknir vegna pyntinga og dráps á barni

Lögregla í Bangladess. Mynd úr safni.
Lögregla í Bangladess. Mynd úr safni. AFP

Lögregla í Bangladess hefur handtekið tvo til viðbótar í tengslum við dauða níu ára drengs sem var pyntaður með loftpressu í garnverksmiðju í bænum Rupganj. Áður hafði einn maður verið handtekinn, en allir eru þeir starfsmenn í verksmiðjunni. 

Sagar Barman lét lífið vegna inn­vort­is meiðsla á sunnudagskvöld en fjöl­skylda drengs­ins held­ur því fram að sam­starfs­menn hans í verk­smiðjunni hafi troðið loft­press­unni inn í endaþarm drengs­ins og kveikt á henni. Er þetta annað at­vikið á tæpu ári þar sem dreng­ir láta lífið vegna loft­pressna.

Frétt mbl.is: Handtekinn vegna hryllilegs dráps á barni

Dreng­ur­inn starfaði í verk­smiðju í bæn­um Rup­ganj, sunn­an við Dhaka. Hann er sagður hafa verið að þrífa ákveðið svæði ná­lægt loft­press­unni í verk­smiðjunni þegar ráðist var á hann. Dreng­ur­inn var flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir að loft­press­an var sett í endaþarm hans og lést hann þar aðeins nokkr­um klukku­stund­um síðar.

Í Dhaka starfa millj­ón­ir barna í ýmsum störf­um, mörg þeirra við vafa­samar aðstæður. Lögregla leitar nú eiganda verksmiðjunnar og yfirmanna, en þeir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir að ráða hundruð barna til starfa. Lög­regla rann­sak­ar jafn­framt af hverju dreng­ur­inn starfaði í verk­smiðjunni en í land­inu er ólög­legt að ráða börn í vinnu und­ir 18 ára aldri.

Þrett­án ára dreng­ur lét lífið í svipuðu at­viki í ág­úst á síðasta ári í borg­inni Khulna. Málið vakti gríðarlega reiði og fjöl­marg­ir mót­mæltu á göt­um úti og kröfðust rétt­læt­is fyr­ir barnið. Tveir menn voru dæmd­ir til dauða vegna þess máls.

Frétt mbl.is: Dældu lofti í endaþarm drengs­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert