Kveikt í bílum þriðju nóttina í röð

Cirkelbroen í Kaupmannahöfn.
Cirkelbroen í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Søren Svendsen fyrir Nordea-fonden

Lögreglunni í Kaupmannahöfn hefur ekki tekist að ná þeim sem hafa kveikt í bílum í borginni undanfarnar þrjár nætur. Kveikt var í færri bílum í nótt en næturnar tvær á undan.

Á vef Berlingske kemur fram að í nótt var kveikt í einni bifreið og þremur vélhjólum á Nørrebro, að sögn Henrik Stormer, varðstjóra í lögreglunni í Kaupmannahöfn. Tilkynnt var um logandi bifreið við Baldersgade klukkan 00:23 í nótt en íbúi í nágrenninu sá logandi bíl en engar mannaferðir.

Ítrekað hefur verið kveikt í bílum í Malmö í Svíþjóð í sumar og í kjölfarið var einnig tilkynnt um slíka bílbruna víðar í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert