Breskur hermaður var handtekinn í morgun grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Handtakan tengist rannsókn á hryðjuverkum í Norður-Írlandi skv. upplýsingum frá breskum lögregluyfirvöldum.
Hermaðurinn, sem er 30 ára, var handtekinn í Somerset-sýslu í suðvestur-hluta Englands. Lögregla segir vopn ekki hafa komið við sögu við handtökuna enda hafi upplýsingar lögreglu ekki gefið til kynna að nein ógn stafaði af manninum á þessum tímapunkti.
Árið 1998 var Good Friday friðarsáttmálinn undirritaður sem batt endi á þriggja áratuga langt skeið ofbeldis í N-Írlandi þar sem um 3.500 manns létu lífið.
Öryggisstig vegna hryðjuverka í N-Írlandi var nýlega hækkað upp í annað stig af fimm. Samkvæmt skilgreiningu leyniþjónustu Bretlands, MI5, þýðir öryggisstigið að árás sé nokkuð líkleg. Í maí á þessu ári var öryggisstigið hækkað upp í stig þrjú af fimm þar sem talið var að sterkar líkur væru á árás.