Sex látnir í jarðskjálfta á Ítalíu

Bærinn Amatrice.
Bærinn Amatrice. AFP

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að harður jarðskjálfti reið yfir Ítalíu í nótt klukkan 3:36 að staðartíma (1:36 að íslenskum tíma). Jarðskjálftinn mældist 6,2 stig og voru upptök hans 76 km suðaustur af borginni Perugia á um 10 km dýpi. 

Kort af upptökum skjálftans í nótt.
Kort af upptökum skjálftans í nótt. AFP

Fjögurra manna fjölskylda í bænum Accumoli er talin látin en hún er föst undir húsarústum segir bæjarstjórinn, Stefano Petrucci, í viðtali við RAI TV.

Þetta er harmleikur, segirPetrucci. Staðfest er að einn er látinn í húsarústunum en óttast er að fjögur til viðbótar séu látin en ekkert hefur heyrst frá þeim. Um er að ræða hjón og tvö ung börn þeirra. Allt er rafmagnslaust í bænum, ekkert símasamband og björgunarsveitir komast ekki til bæjarins.

AFP

Eldri hjón létust í bænum Pescara del Tronto í Marche-héraði, segir í frétt RAI.

Óttast er að mun fleiri eigi eftir að finnast látnir þar sem margar byggingar hrundu í bæjum í Mið-Ítalíu þar sem upptök skjálftans voru, skammt frá bænum Norcia í Umbria-héraði.

Bæjarstjóri bæjar ekki langt frá segir að helmingur bæjarins sé horfinn. „Helmingur bæjarins er horfinn,“ sagði SergioPirozzi, bæjarstjórinn í Amatrice, bæ upp í fjöllunum íLazio-héraði, en bærinn er fullur af ferðamönnum allt sumarið. Hann segir að ekki sé hægt að komast til bæjarins, meðal annars komast björgunarsveitir ekki þangað þar sem brú hefur hrunið á öðrum veginum til bæjarins og hinn er lokaður vegna þess að jörðin hefur gliðnað og sprungur myndast við skjálftann í nótt. Bærinn Amatrice er þekktur fyrir gríðarlega fegurð og sækja Rómarbúar mjög að dvelja þar í versta sumarhitanum.

Í bænum Amatrice.
Í bænum Amatrice. AFP

 Í Róm, sem er í um það bil 150 km fjarlægð frá upptökunum, hristust byggingar í um 20 sekúndur samkvæmt frétt La Repubblica þegar stóri skjálftinn reið yfir en klukkustund síðar reið annar skjálfti yfir sem mældist 5,4 stig.

Íbúi í Rieti-héraði, sem liggur á milli Rómar og upptök skjálftanna, segir í viðtali við Rainews24 lýsir því hversu harður skjálftinn hafi verið og að nánast allir bæjarbúar hafi þust út á götu.

Fjölmörg hús hrundu í litlum bæjum skammt frá upptökum skjálftans íUmbria,Marche og Lazio-héraði. Enn er allt of snemmt að segja til um hversu mikið tjónið er en ljóst að það er verulegt. Alls staðar eru íbúar að reyna að veita nágrönnum sínum aðstoð og kanna hvort einhverjir eru undir húsarústum. 

AFP

Fabrizio Curcio, yfirmaður almannavarna ítalska ríkisins, segir að skjálftinn flokkist sem harkalegur. 

Árið 2009 reið jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig yfir Aquila-hérað og létust yfir 300 í þeim skjálfta en hann fannst víða. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert