Stærsta sjávarfriðlendi heims við Hawaii

Þúsundir fágætra tegunda eiga heimkynni sín á svæðinu.
Þúsundir fágætra tegunda eiga heimkynni sín á svæðinu. AFP

Barack Obama hefur komið á fót stærsta sjávarfriðlendi í heimi við Hawaii-eyjar. Ákvörðun Obama felur í sér að hið verndaða svæði, Papahanaumokuakea Marine National Monument, fjórfaldast að stærð og telur nú 1,5 milljón ferkílómetra.

Hið friðlýsta svæði er fjórum sinnum stærra en Kalifornía.

Papahanaumokuakea Marine National Monument eru heimkynni þúsunda sjaldgæfra sjávarlífvera, ósnortina kóralrifa og hundruð dýra sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni.

Meðal þeirra eru draugakolkrabbinn sem uppgötvaðist fyrr á þessu ári og elsta lifandi lífvera heims, svartur kórall, sem er talinn vera 4.265 ára gamall.

Um það bil 14 milljónir fugla eiga einnig heimkynni á svæðinu og verpa á eyjunum. Einnig má nefna skjaldböku- og selategundir í útrýmingarhættu.

Papahanaumokuakea Marine National Monument var stofnaður árið 2006 af George W. Bush, þáverandi forseta, og settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 2010.

Greenpeace eru meðal þeirra sem hafa fagnað ákvörðuninni og segja hana vernda svæðið frá iðnaðarveiðum og steinefnavinnslu. Hægt verður að fá leyfi til að stunda frístundaveiðar á svæðinu og veiðar sem teljast til menningararfleifðar innfæddra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert