Fyrsta dauðsfall Tyrkja í Sýrlandi

Tyrkneskir hermenn í Sýrlandi.
Tyrkneskir hermenn í Sýrlandi. AFP

Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í gær. Hann var um borð í skriðdreka sem sprengdur var upp af kúrdískum vígamönnum. Kúrdar segjast alls hafa eyðilagt þrjá skriðdreka.

Áhlaupið hófst fyrr í vikunni þegar tyrkneskar herflugvélar og skriðdrekar fóru yfir landamæri Sýrlands ásamt sérsveitarmönnum. Sveitir sýrlenskra uppreisnarmanna tilkynntu í kjölfarið að þær hefðu náð yfirráðum í landamærabænum Jarablus með aðstoð tyrkneska hersins, en bærinn var áður á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Stjórn­völd í Tyrklandi segja aðgerðir tyrk­neska hers­ins bein­ast gegn bæði Ríki íslams og upp­reisn­ar­sveit­um Kúrda í Sýr­landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert