Lést á Ermarsundi

Thomas freistaði þess að synda frá Dover á Englandi til …
Thomas freistaði þess að synda frá Dover á Englandi til Calais í Frakklandi. mynd/Wikipedia

Breski sundkappinn Nick Thomas lést þegar hann reyndi að synda yfir Ermarsund í dag. Thomas lagði af stað frá Dover í gær og hafði verið á sundi í um 16 klukkustundir þegar hann lenti í vandræðum. Hann var hífður meðvitundarlaus úr sjónum í dag og lést á sjúkrahúsi í Calais í Frakklandi.

Thomas synti yfir Ermarsund árið 2014. Hann var um sextán kílómetrum undan strönd Calais þegar björgunarmenn náðu honum um borð í bát. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Thomas hafi kosið að vera ekki í blautbúningi í sundinu.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert