Flugmenn undir áhrifum í Skotlandi

Flugmennirnir áttu að fljúga með United Airlines-flugvél.
Flugmennirnir áttu að fljúga með United Airlines-flugvél. AFP

Tveir bandarískir flugmenn voru kærðir í dag fyrir að vera undir áhrifum áfengis þegar þeir bjuggu sig undir að fljúga farþegaþotu til Bandaríkjanna frá flugvelli í Skotlandi. 

Þeir Paul Brady Grebenc og Carlos Roberto Licona voru handteknir á flugvellinum í Glasgow tveimur dögum áður. Lýst var yfir áhyggjum vegna teymisins fyrir flug þeirra með til borgarinnar Newark í New Jersey. Þeim var sleppt skilorðsbundið en mál þeirra kemur til kasta dómstóla í náinni framtíð.

Í síðasta mánuði voru tveir kanadískir flugmenn kærðir fyrir að vera undir áhrifum við undirbúning flugs til Toronto frá sama flugvelli. Þeir voru einnig kærðir fyrir hótun og ruddalega hegðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert