Játar að hafa myrt nunnurnar

Nunnurnar Paula Merrill og Margaret Held voru myrtar á heimili …
Nunnurnar Paula Merrill og Margaret Held voru myrtar á heimili sínu. Skjáskot

Maður sem var handtekinn grunaður um morð á tveimur nunnum í bænum Lexington í Mississippi í Bandaríkjunum hefur játað að hafa banað konunum. Mikil sorg hefur ríkt í bænum undanfarna daga, en konurnar voru þekktar fyrir hjálpsemi sína og örlæti. 

Frétt mbl.is: Morð á nunnum vekja óhug

Kon­urn­ar hétu Marga­ret Held og Paula Merrill og voru báðar 68 ára gaml­ar. Þær bjuggu sam­an í Lex­ingt­on og störfuðu á heilsu­gæslu­stöð skammt frá heim­ili sínu. Þegar þær mættu ekki til vinnu á fimmtu­dag var farið að leita að þeim og þær fund­ust síðar látn­ar á heim­ili sínu. 

Lögreglustjóri í bænum segir að maðurinn, sem heitir Rodney Earl Sanders og er 46 ára gamall, hafi játað morðin en ekki gefið upp neina ástæðu fyrir þeim. Ekki er ljóst hvort hann hafi ein­hver tengsl við kon­urn­ar.

Kon­urn­ar tvær, sem voru eins og áður sagði nunn­ur, voru þekkt­ar í bæn­um, en þær höfðu það að mark­miði að bæta heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fá­tæka. Bær­inn er sá fá­tæk­asti í rík­inu. 

Morðin hafa vakið mik­inn óhug og fáir geta ímyndað sér hvers vegna ein­hver myndi vilja myrða kon­urn­ar. „Þær gerðu allt fyr­ir alla,“ sagði Sam Sample, leiðtogi í St. Thom­as Cat­holic Church kirkj­unni í Lex­ingt­on, þar sem kon­urn­ar voru sókn­ar­börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert