Yfir milljón flúin frá S-Súdan

Átök sem ekkert lát virðist ætla að verða á í Suður-Súdan hafa sent 185 þúsund íbúa landsins á flótta frá landinu frá því í júlí. Alls er yfir einn milljón íbúa landflótta, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

Flóttamannahjálp SÞ segir í tilkynningu að í vikunni hafi fjöldi flóttamanna frá Suður-Súdan sem leitað hafa skjóls í nágrannaríkjunum farið yfir eina milljón. Bendir UNCHR á að 1,6 milljón íbúa Suður-Súdan er á hrakningi í heimalandinu.

Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki frá Súdan árið 2011 en tveimur árum síðar hófst blóðug borgarastyrjöld í landinu þar sem tugir þúsunda almennra borgara hafa látið lífið. Styrjöldin hefur einkennst af grófum mannréttindabrotum, árásum á almenna borgara, hópmorðum og nauðgunum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert