Fyrrverandi starfsmaður Royal Canadian Mint hefur verið ákærður fyrir að hafa smyglað gulli að andvirði 15,6 milljóna króna úr húsakynnum RCM í endaþarminum. Réttarhöldum yfir hinum 35 ára Leston Lawrence lauk í þessari viku, en þar var meðal annars þrefað um það hvort gullmoli í endaþarmi hefði getað sloppið framhjá öryggiseftirlitskerfi RCM.
Samkvæmt Ottawa Citizen hélt ákæruvaldið því fram að Lawrence hefði í mörg skipti á fjögurra mánaða tímabili selt gullkaupanda á svæðinu gullmola á stærð við Oreo-kexköku. Hver moli vó um 210 grömm og gerði Lawrence 6.800 Kanadadölum ríkari.
Peningana lagði Lawrence inn á banka en innlagnirnar vöktu athygli gjaldkera bankans en grundsemdir hennar voru staðfestar þegar í ljós kom að Lawrence vann fyrir myntsláttuna.
Að lokum var lögreglu gert viðvart. Rannsakendur fundu fjóra gullmola, sem voru í laginu eins og form sem notað er við myntframleiðsluna, í öryggishólfi Lawrence og dollu af Vaselin í skáp hans í vinnunni.
Þeirri spurningu er enn ósvarað hvernig Lawrence komst framhjá öryggiseftirliti myntsláttunnar. Hann var sá starfsmaður sem setti málmleitartækin á staðnum oftast af stað, fyrir utan þá starfsmenn með ígræðslur, en í hvert skipti komst að í gegnum eftiráleit.
Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.