Leita líkamsleifa Bens Needhams

Ben Needham
Ben Needham Skjáskot af Sky

Lögregla mun í dag hefja uppgröft á bóndabæ á grísku eyjunni Kos þar sem líkamsleifa breska drengsins Ben Needham verður leitað. Needham var 21 mánaða þegar hann hvarf í fríi með fjölskyldu sinni fyrir 25 árum.

Nýjar upplýsingar sem móðir Bens fékk frá bresku lögreglunni fyrir tíu dögum benda til þess að hann hafi verið kraminn til bana af skurðgröfu daginn sem hann hvarf, 24. júlí 1991.

BBC hefur eftir lögreglunni í Yorkshire að reiknað er með að uppgröfturinn taki 10 til 12 daga. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom vinur skurðgröf­u­stjóra að máli við lögregluna en vinur hans, Konst­ant­in­os Barkas, óttast að hann hafi orðið drengnum að bana. Þegar Ben hvarf vann Barkas við upp­gröft á tveim­ur stöðum sem nú verður leitað á.

 Barkas lést úr magakrabba á síðasta ári, nokkrum mánuðum áður en lögreglumenn frá Suður-Yorkshire komu til Kos vegna rannsóknarinnar. Ekkja hans er hins vegar sannfærð um að hann hafi ekki drepið Ben. 

Ben var ásamt móður sinni og afa og ömmu á býli í þorpinu Iraklise þegar hann hvarf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert