Særðust í skotárás í verslunarmiðstöð

Lögreglu- og sjúkrabílar við verslunarmiðstöðina í Houston þar sem árásin …
Lögreglu- og sjúkrabílar við verslunarmiðstöðina í Houston þar sem árásin átti sér stað í morgun. AFP

Skotárás var gerð í verslunarmiðstöð í Houston í Texas í dag. Nokkrir eru sagðir særðir. Lögreglan hefur skotið árásarmanninn til bana.

Uppfærð frétt: Sex fluttir særðir á sjúkrahús

Verið er að flytja nokkra sem hinn grunaði árásarmaður skaut á sjúkrahús í nágrenninu. Ekki er vitað með vissu hversu margir særðust eða hversu alvarleg meiðsl þeirra eru, segir í færslu lögreglunnar í Houston á Twitter.

 Lögreglan telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki í Randalls-verslunarmiðstöðinni. Fox-sjónvarpsstöðin segir að sjö hafi særst í árásinni. Einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir sátu í bílum sínum. Því er talið að skotárásin hafi farið fram fyrir utan verslunarmiðstöðina. Göt eftir byssukúlum sjást á mörgum bílum.

Í síðustu viku var gerð skotárás í verslunarmiðstöð í Washington-ríki. Fimm létust í árásinni. Árásarmaðurinn, sem var tvítugur, var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert