Mengun drepur 6 milljónir á ári

Níu af hverjum tíu íbúum heimsins anda að sér óheilnæmu lofti, samkvæmt upplýsingum frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Hvetur stofnunin til aðgerða en mengun kostar yfir sex milljónir lífið ár hvert.

WHO birti nýjar upplýsingar um loftgæði í dag og að sögn Mariu Neira, sem fer fyrir umhverfis- og lýðheilsusviði WHO, segir að upplýsingarnar veki ugg því staðan sé mun verri en áður var talið. Vandinn er mestur í borgum en í strábýli er ástandið mun verra en margir telja.

Mengunin er mun meiri í fátækum ríkjum heimsins en í þeim ríkari en mengun snertir öll lönd heimsins og fólk í öllum þjóðfélagshópum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert