Guterres sagður eftirmaður Ki-moon

Antonio Guterres er talinn verða eftirmaður Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu …
Antonio Guterres er talinn verða eftirmaður Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, þykir líklegur eftirmaður Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráð SÞ mun á morgun kjósa um næsta aðalritara Sameinuðu þjóðanna og segir Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að Guterres njóti „yfirburðarstuðnings“.

Guterres var forsætisráðherra Portúgals á árunum 1995 til 2002. Sósíalistaflokkur Guterres sigraði í fyrsta sinn í kosningum í 12 ár árið 1995 og aðeins einum þingmanni munaði árið 1999 að flokkurinn fengi sögulegan hreinan meirihluta á þingi. Guterres hefur farið fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna undanfarin tíu ár.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert