Öryggisráð SÞ tilnefnir Guterres

Antonio Guterres er formsatriði frá því að verða næsti aðalritari …
Antonio Guterres er formsatriði frá því að verða næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, verður að öllum líkindum næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Einróma álit Öryggisráðs SÞ sem fundaði í dag var að leggja til við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að Guterres taki við af Ban Ki-moon 1. janúar næstkomandi en aðalritari SÞ er skipaður til fimm ára í senn. 

Frétt mbl.is: Guterres sagður eftirmaður Ban Ki-moon

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman eftir viku þar sem kosið verður um tillögu Öryggisráðsins. Má því segja að Guterres sé aðeins formsatriði frá því að vera næsti aðalritari SÞ.

Guterres, sem er 67 ára, verður níundi aðalritari SÞ hljóti hann samþykki þeirra 193 ríkja sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ. Hann yrði fyrsti aðalritari SÞ sem hefur gegnt stöðu þjóðhöfðingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert