Nýr aðalritari SÞ skipaður

Frá allsherjarþingi SÞ í New York.
Frá allsherjarþingi SÞ í New York. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur skipað Antonio Guterres sem nýjan aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Fulltrúar aðildarríkjanna, sem eru 193 talsins, samþykktu rétt í þessu með lófaklappi tillögu um að útnefna Guterres, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar næstkomandi.

Guterres starfaði áður sem yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Búist er við að hann muni verða veigameiri í hlutverki sínu, sem æðsti diplómati heimsins, heldur en Ban hefur verið undanfarin tíu ár.

Guterres hlaut mikið lófaklapp við komu sína í sal allsherjarþingsins …
Guterres hlaut mikið lófaklapp við komu sína í sal allsherjarþingsins fyrr í dag. AFP

Svifaseint og flókið kerfi

Hlaut Guterres einróma stuðning öryggisráðsins þegar það greiddi atkvæði í síðustu viku um hvern skyldi skipa í embættið.

Í framboði sínu til aðalritara lofaði Guterres, sem er 67 ára, að breiða út mannréttindi og endurbæta kerfið innan SÞ, sem er af mörgum talið of svifaseint og flókið til að bregðast skjótt við hamförum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert