Líktu Sturgeon við górillu

Skjáskot

Þáttarstjórnendur breska stjórnvarpsþáttarins BBC Breakfast hafa beðist afsökunar á því að hafa sýnt myndskeið af górillu í stað ráðherra heimastjórnar Skotlands, Nicolu Sturgeon. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian.

Þáttarstjórnandinn Naga Munchetty sagði áhorfendum að rætt yrði við Sturgeon síðar í þættinum og um leið var sýnt myndband af górillunni Kumbuka sem hafði sloppið úr dýragarðinum í London en var handsömuð skömmu síðar.

Samstarfsmaður hennar, Charlie Stayt, sagði síðan eftir að myndbandið hafði verið sýnt: „Mér þykir þetta leitt, við höfum greinilega sýnt ranga mynd með þessari frétt, biðst afsökunar á því. Fréttin sem við ætlum að tala um síðar, eins og þið hafið án efa getið ykkur til, er górillan sem slapp úr dýragarði London.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert