„Ég trúi eiginmanni mínum“

Melania Trump.
Melania Trump. AFP

Melania Trump segir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Donald Trump, sé heiðursmaður og konur sem saki hann um kynferðislega áreitni séu að ljúga. „Ég trúi eiginmanni mínum,“ segir hún í viðtali við CNN.

Melania Trump segir að þau ósæmilegu ummæli hans um konur sem náðust á myndskeiðsupptökur séu óásættanleg en þau eigi ekki við þann mann sem hún þekki.

Trump hafi gerst sekur um „strákatal“ en var hvattur til þess af sjónvarpsmanninum Billy Bush, segir Melania Trump.

Vegna myndskeiðsins hættu tugir repúblikana að styðja Donald Trump til embættis forseta Bandaríkjanna, segir í frétt BBC.

Í myndskeiðinu segir Trump við Bush, sem var á þeim tíma kynnir Access Hollywood-sjónvarpsþáttanna á NBC, að hann geti komist yfir allar konur vegna þess að hann sé stjarna. Nokkrar konur hafa síðan stigið fram og sakað Bush um kynferðislegt ofbeldi en hann neitar ásökunum.

„Ég veit að hann virðir konur en hann er að verja sig því þær eru að ljúga,“ segir Melania Trump í viðtali við CNN. 

„Ég trúi eiginmanni mínum,“ segir hún. „Eiginmaður minn er góður og hann er heiðursmaður og myndi aldrei gera neitt slíkt,“ bætir hún við í viðtali við CNN.

Að sögn Melania Trump er hneykslismálið gegn manni hennar skipulagt og ætlað að særa framboð hans til forseta. Um samsæri kosningaskrifstofu Hillary Clinton og fjölmiðla sé að ræða. 

„Með þessar upplýsingar [sem fjölmiðlar eru með], hvarflaði aldrei að þeim að kanna bakgrunn þessara kvenna. Þeir eru ekki með neinar sannanir,“ segir hún.

Frétt BBC

Melania Trump, eiginkona Trump, og Ianka Trump, dóttir hans og …
Melania Trump, eiginkona Trump, og Ianka Trump, dóttir hans og stjúpdóttir Melania. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert