Michelle Obama skotspónn Trump

Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Donald Trumps fylgjast með ræðu hans á fundi …
Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Donald Trumps fylgjast með ræðu hans á fundi í Pennsylvaníu í dag. AFP

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, var skotspónn Donald Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, á kosningafundi hans í Norður Karólínuríki í dag.

„Kona hans, hún vill ekki gera neitt nema að vera á framboðsfundum og ég sé hvað hún er hrifinn af Hillary,“ sagði Trump við fundargesti er hann beindi athygli sinni frá forsetanum að konu  hans.

„En var það ekki hún sem upphaflega kom með fullyrðinguna: Ef maður getur ekki séð um eigið heimili .... þá getur maður hvorki séð um Hvíta húsið eða landið,“ sagði Trump og umorðaði þar með eftirminnileg ummæli Michelle Obama í garð Clinton, þegar hún keppti við Obama um forsetaútnefningu Demókrataflokksins árið 2008.

Forsetafrúin fékk lof í eyra frá Clinton í síðustu viku fyrir harða gagnrýni sína í garð Trump og „óþolandi“ viðhorfi hans til kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert