Vopnahlé framlengt á ný

Aleppo í Sýrlandi.
Aleppo í Sýrlandi. AFP

Vopnahlé af „mannúðarástæðum“ í borginni Aleppo í Sýrlandi hefur verið framlengt um annan sólarhring og stendur það fram til kl. 16 á morgun laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Þá gefst borgurum og vopnuðum uppreisnarmönnum tækifæri til að yfirgefa borgina.

„Að beiðni Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtakanna hefur forseti Rússlands ákveðið að framlengja vopnahléinu um annan sólarhring af mannúðarástæðum,“ segir Sergei Rudskoi varnarmálaráðherra Rússlands.

Ef þetta verður virt er útliti fyrir að vopnahlé standi yfir í tvo sólarhringa í borginni Aleppo. Í gær var vopnahlé sem í fyrstu átti að ríkja í 11 klukkustundir framlengt í sólarhring.

Frétt mbl.is: Vopna­hlé fram­lengt í sól­ar­hring

Stjórn­völd í Rússlandi mæta nú sí­auk­inni gagn­rýni fyr­ir þátt­töku sína í grimmi­leg­um árás­um sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins á Al­eppo. Stjórnvöld í Kremlin segja hins vegar að aðgerðir sínar beri vitni um „manngæsku“.

Rudskoi gagnrýnir her jihaíd og segir hann „gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að borgarar og uppreisnarmenn komist burt úr austurhluta Aleppo“. Hann fullyrti ennfremur að „hryðjuverkamenn notuðu ástandið sem ríkti þar í eigin þágu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert