Annar harður jarðskjálfti

AFP

Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig reið yfir Suðureyju á Nýja-Sjálandi í nótt, klukkan 13.45 að staðartíma, klukkan 00.45 að íslenskum tíma. Upptök hans voru á 10 km dýpi, norðaustur af Christchurch.

Skjálfti sem mældist 7,5 stig reið yfir á svipuðum slóðum um 13 tímum fyrr og kom sá skjálfti flóðbylgju af stað. Vitað er að tveir létust í fyrri skjálftanum.

Íbúar í nágrenni Clarence-árinnar, sem er ein af stærstu ám Suðureyju, hafa verið beðnir um að forða sér upp í hæðir og fjöll þar sem stífla í ánni brast og er flóðbylgja á leið niður ána.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert