Trump heimtar afsökunarbeiðni

Donald Trump og Mike Pence.
Donald Trump og Mike Pence. AFP

Donald Trump heldur því fram að Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi verið áreittur af mjög dónalegum aðstandendum söngleikjarins Hamilton í gærkvöldi.

Trump krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá aðstandendum söngleiksins. Baulað var á Pence þegar hann gekk inn í salinn í gær en einnig var baulað á hann meðan á sýningunni stóð.

Söng­leik­ur­inn Hamilt­on hef­ur farið sig­ur­för um Banda­rík­in en hann fjall­ar um Al­ex­and­er Hamilt­on, einn stofn­enda lands­ins. Leik­ar­inn Brandon Victor Dixon vakti at­hygli á að vara­for­set­inn verðandi væri í saln­um. Þakkaði hann Pence fyr­ir kom­una og sagðist von­ast eft­ir að hann myndi hlusta.

„Við von­um sann­ar­lega að þessi sýn­ing hafi veitt þér inn­blást­ur til að hafa í heiðri banda­rísk gildi okk­ar og að vinna fyr­ir okk­ur öll,“ sagði leikarinn meðal annars áður en Pence gekk úr húsi.

Frétt mbl.is: Biðlað til varaforseta á söngleik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert