Bæjarfulltrúi og blaðamenn myrtir

Kerti hafa verið lögð á jörðina þar sem konurnar voru …
Kerti hafa verið lögð á jörðina þar sem konurnar voru myrtar fyrir utan veitingastað í Finnlandi. Ljósmynd/Skjáskot af síðu Yle.fi

Forseti bæjarstjórnar í finnska bænum Imatra, Tiina Wilén-Jäppinen, var á meðal þeirra þriggja kvenna sem voru skotnar til bana fyrir utan veitingastað í nótt. Hinar tvær konurnar störfuðu sem blaðamenn í bænum.

Konurnar þrjár voru að yfirgefa veitingastaðinn þegar þær voru skotnar. Þær voru fæddar árin 1963, 1964 og 1980, samkvæmt Yle.fi. 

Frétt mbl.is: 23 ára maður grunaður um morðin

Maðurinn sem er grunaður um verknaðinn hefur verið yfirheyrður vegna glæpsins. Ekki er enn vitað um hvaða ástæður voru að baki.

Ekki er talið að verknaðurinn tengist trúarofstæki. 

Maðurinn notaði veiðiriffil í skotárásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert