Rauf nýársávarp Danadrottningar

Margrét Danadrottning.
Margrét Danadrottning. www.kongehuset.dk

Lögreglan í Kaupmannahöfn mun síðar í dag ákæra rúmlega fimmtugan mann fyrir að hafa brotist inn í sjónvarpskerfi landsins síðdegis á gamlársdag skömmu áður en Margrét Danadrottning flutti sjónvarpsávarp sitt.

Politiken greinir frá þessu en maðurinn, sem er 51 árs, var handtekinn í gær að sögn Jens Møller Jensen yfirlögregluþjóns.

Hann verður ákærður fyrir brot á 193. grein hegningarlaga en þar er kveðið á um víðtækt rof á fjarskiptum en sjónvarpsmerki fjarskiptafyrirtækisins YouSee rofnuðu síðdegis á gamlársdag. Ef hann verður dæmdur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi, segir í frétt Politiken. Sjónvarpsútsendingar allt að 1,2 milljóna viðskiptavina YouSee rofnuðu vegna tölvuárásar mannsins.

Frétt Politiken í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert