Sakaður um að aðstoða fíkniefnasala

Eirik Jensen.
Eirik Jensen. AFP

„Það er verið að taka þetta frekar langt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni í Ósló, Eirik Jen­sen, en hann er sakaður um spillingu í starfi og aðild að fíkni­efna­smygli. Réttarhöld yfir honum standa yfir en þar var hann spurður um tengsl sín við fíkniefnasalann Gjer­mund Capp­elen.

„Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta,“ bætti Jensen við. Talið er að hann hafi aðstoðað Cappelen við inn­flutn­ing á 13,9 tonn­um af hassi. Fyr­ir það hafi hann þegið 2,1 millj­ón norskra króna, rúm­lega 30 millj­ón­ir króna, í reiðufé og fleiru. 

Fékk nýja baðherbergisinnréttingu

Fyrrverandi lögreglumaðurinn var ákærður í febrúar í fyrra fyrir að hafa aðstoðað Cappelen við innflutning á hassi. Kom fram að lögreglumaðurinn hefði meðal annars hlotið nýja baðherbergisinnréttingu fyrir aðstoðina.

Jen­sen, sem er einn helsti sér­fræðing­ur norsku lög­regl­unn­ar í mál­efn­um vél­hjóla­gengja, hef­ur ávallt neitað sök og seg­ist vera með allt uppi á borðinu varðandi sam­skipti sín við Capp­elen sem ná ára­tugi aft­ur í tím­ann.

Jensen átti erfitt með að útskýra hvers vegna hann átti mikið reiðufé, 400.000 norskar krónur. Sagðist þurfa á peningum að halda vegna þess að hann óttaðist um öryggi sitt. 

Frétt VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert