Bæjarbúum boðin áfallahjálp eftir 3 dauðsföll

Litagleði á húsunum er ríkjandi. Bæjarbúum í Tasiilaq er nú …
Litagleði á húsunum er ríkjandi. Bæjarbúum í Tasiilaq er nú boðin áfallahjálp eftir að eitt morð og tvö sjálfsvíg voru framin í þessu 2000 manna samfélagi á innan við viku. Ómar Óskarsson

Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri Nuuk á Grænlandi, fór í dag með neyðarteymi til bæjarins Tasiilaq á Grænlandi eftir að morð og tvö sjálfsvíg voru framin í bænum í einni og sömu vikunni.

Neyðarteymið samanstendur af geðlækni og sálfræðingum sem ætlað er að ræða við bæjarbúa og veita þeim áfallahjálp, en dauðsföllin eru sögð hafa haft mikil áhrif á íbúa þessa 2.000 manna samfélags.

Auk Narup var Grethe Nielsen, sem fer með stjórn mála á austurhluta Grænlands, með í för og segir grænlenski fréttavefurinn Kalaallit Nunaata Radioa að Nielsen og Narup hafi með þessu viljað sýna bæjarbúum stuðning sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert