Venus Williams borin saman við górillu

Venus Williams.
Venus Williams. AFP

Bandaríska íþróttasjónvarpsstöðin ESPN er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli eins álitsgjafa stöðvarinnar sem bar tennisstjörnuna Venus Williams við górillu. Í kjölfarið létu margir í ljós óánægju sína á samfélagsmiðlum.

Fyrrverandi tennisleikarinn Doug Adler, sem starfar sem lýsandi hjá ESPN, lét ummælin falla þegar Williams lék gegn Stefanie Voegele á Australian Open í gær. Williams hafði betur í fyrstu tveimur leikjunum 6-3 og 6-2. Adler lét ummælin falla um að Venus hafi sett górillutaktana í gang í leikjunum tveimur.

Venus Williams og Serena systir hennar eru báðar tennisleikarar á heimsmælikvarða og fáir tennisleikarar sem hafa afrekað það sama og þær undanfarin ár. Þær hafa ítrekað orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir hæfileika sína en árið 2014 neyddist forseti rússneska tennissambandsins til að biðjast formlega afsökunar eftir að hafa talað um þær sem Williams-bræðurna.

Venus Williams.
Venus Williams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert