Tala látinna hækkar

Tveir af þeim sem létust í snjóflóðinu fyrir viku voru …
Tveir af þeim sem létust í snjóflóðinu fyrir viku voru jarðaðir í dag. AFP

Að minnsta kosti 17 manns eru látnir eft­ir að snjóflóð féll á ít­alskt hót­el á miðviku­dag. Enn er 12 manns saknað. Björg­un­araðgerðir standa enn yfir á sjötta degi leit­ar­inn­ar. Ófyrirséðar afleiðingar jarðskjálftannna, sem riðu yfir svæðið fyrir nokkrum dögum, eru enn að koma í ljós.

Í dag fórust sex manns sem voru í björg­un­arþyrlu sem brot­lenti í fjall­lendi á Ítal­íu. Þyrl­an féll til jarðar nærri Campo Felice-skíðasvæðinu, eft­ir að hafa tekið þar upp slasaðan skíðamann. Það er ekki ýkja langt frá staðnum þar sem snjóflóðið féll á hótelið, sem er við borgina Farindola. 

Þyrlan hrapaði í mikilli þoku á svæðinu og kvað við hávær sprenging. 

Frétt mbl.is: Sex látn­ir eft­ir að þyrla hrapaði

„Við hættum ekki að leita fyrr en við erum viss um að enginn sé undir rústunum,“ sagði Luigi D'Angelo í ítölsku björgunarsveitinni. Leitin miðast við svæðið undir eldhúsinu, barnum og móttökunni í hótelinu. Ellefu manns lifðu snjóflóðið af. 

Komið hefur fram í fjölmiðlum að gestir hafi óttast um snjóflóð á svæðinu eftir jarðskjálftann. Yfirvöld rannska málið og einnig er hótelstjórinn sagður hafa vitað af hættunni og látið yfirvöld vita.  

Tveir af þeim látnu voru jarðaðir í dag. 

Frétt mbl.is: Fjór­tán látn­ir eft­ir snjóflóðið

Frétt mbl.is: Hafði varað yf­ir­völd við ástand­inu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert