Dani myrtur í Noregi

Norska lögreglan.
Norska lögreglan. AFP

Rúmlega fimmtugur Dani var myrtur á sunnudagskvöldið í Rogaland í Noregi. Rúmlega þrítugur Norðmaður er sakaður um að hafa framið morðið en hann hefur verið vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á sunnudagskvöldið. Samkvæmt frétt VG hafði maðurinn fengið þriggja tíma leyfi frá geðdeild sjúkrahússins í Stavanger til þess að hitta fjölskyldu sína á sunnudag.

Daninn fannst alvarlega særður á heimili sínu í Sola síðdegis á sunnudag og var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Sá sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn á staðnum.

Verið er að ræða við vitni en rannsókn á því hvers vegna maðurinn fékk leyfi af sjúkrahúsinu er haldið aðskilinni frá morðrannsókninni, segir lögreglan í samtali við VG.

Frétt Aftenposten

Frétt VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert